Innkaupafélag
Fyrir þá sem vilja borga minna
Útvegum flest milli himins og jarðar á verðum sem þú hefur ekki séð áður


Gæðaeftirlit hvernig tryggjum við gæði
Gæði eru lykillinn að sölu. Ef gæði eru ekki í lagi, þá seljum við ekki vörur okkar. Því leggjum við mikla áherslu á trygg og stöðug gæði.
Áður en við förum í samstarf við verksmiðjur gerum við eftirfarandi úttektir.
Áreiðanleikakönnun. Þessa könnun gerum við á viðkomandi verksmiðju. Innifalið í henni er úttekt á fjárreiðum fyrirtækisins og sögu, skipulagi gæðamála, framleiðsluvörur, reynsla þeirra af útflutningi, helstu markaðir og viðskiptavinir, meðhöndlun galla, starfsmannamál, húsnæði og tæki.
Við krefjumst alltaf gæðavottana frá þekktum gæðavottunarfyrirtækjum. Gæðavottanir sem við óskum eftir eru þær vottanir sem nauðsynlegar eru vegna hverrar vöru, þar má nefna sem dæmi CE, Rohs, ISO, og annað sem krafist er vegna hverrar vöru. Allar vottanir eru samkvæmt Evrópustöðlum. Annað hvort förum við fram á að verksmiðjur fái gæðavottanir eða hver vörutegund verði vottuð.
Við tryggjum að verksmiðjur fylgi nákvæmlega kröfum okkar um gæði með því að útbúa nákvæma gæðalýsingu af hverri vörutegund.
Við sjáum síðan um gæðaúttektir þegar vörur eru í framleiðslu og/eða þegar framleiðslu er lokið áður en varan fer til kaupenda.
Með þessu stranga eftirliti komum við 99,9% í veg fyrir mistök í framleiðslu og tryggjum gæði.