top of page

Ný tækni í boði - ýmiskonar þróaður hugbúnaður til að gera þjónustu ykkar betri og spara kostnað

 

Siðustu þrjú árin höfum við unnið með fyrirtæki sem sérhæfir sig í að þróa hugbúnað fyrir spjaldtölvur og síma. Þessi hugbúnaður er fyrir hótel, veitingastaði og  flugfélög. Hafið samband og kannið verð. Verð er byggt á stærð hótels/veitingastaðar/flugvélar, því sjáum við okkur ekki fært að gefa upp stöðluð verð. Hafið samband og við munum veita ykkur frekari upplýsingar.

Hótel Apps

Hótelhugbúnaðurinn gerir gestinum kleift að panta skoða alla þjónustu sem hótelið veitir, þetta léttir mikið álag á starfsmenn hótela. Gesturinn fær tablet afhentann við komu og notar hann á meðan á dvöl stendur. Hótel geta sett inn tilboð, boðið upp á upplýsingar um þjónustu í nágrenni hótelsins, tengla við ferðaskrifstofur, tekið að sér sölu fyrir verslanir, séð um uppgjör fyrir brottför, o.m.fl. Aðeins betri hótel bjóða þessa þjónustu og er hún að verða mjög þekkt og eftirspurð af hótelum og gestum þeirra. Tengt þessum hugbúnaði getur gesturinn fengið sent app við bókun í símann sinn og fengið allar upplýsingar um hótelið fyrir komu. Eins getur hann notað símann til að panta ýmsa þjónustu, breyta bókun o.m.fl. Samkæmt könnunum eykst veitingasala um 18%, önnur sala eykst, um 500 usd sparnaður á prentuðu efni, betri þjónusta starfsmanna eykur ánægju allra, og um 90% gesta notfæra sér þessa nýju tækni, hver gestur notar þessa tækni um 19 sinnum á dag.  Að lokum getur hótelið haldið sambandi við gesti ef þeir skrá sig inn, og gestir geta mælt með hótelinu á samfélagsmiðlum.

Apps fyrir veitingahús

Hugbúnaður fyrir veitingahús gerir gestum kleift að skoða matseðla myndrænt þar sem hægt er að koma fyrir ýmsum upplýsingum um matinn.  Gestir fá tablet afhentann við komu og nota hann til að panta mat og vín. Mjög margir veitingastaðir notfæra sér þessa tækni við mikla ánægju gesta. Þessi þjónusta gerir veitinghúsum kleift að setja inn nýja rétti án þess að þurfa að prenta nýja matseðla, skreyta þá myndrænt, veita frekari upplýsingar, gera gestum kleift að mæla með réttum á samfélagsmiðlum, o.s.frv.

Apps fyrir flugfélög

Notkun Ipads er að aukast í flugi þar sem farþeginn fær Ipad að láni. Í honum getur hann  horft á afþreyingu og fengið upplýsingar um flugið, pantað þjónustu o.m.fl. Samhliða því að bæta þjónustuna spara flugfélög við innleiðingu á Ipads. Samkvæmt Wall Street Journal frá 27. september 2012, spara flufélög 2,75 mill. USD með því að setja Ipads í stað hefðbundinna skjáa í sæti flugvéla, í sama blaði segir einnig að 767 Boeing flugvél með 260 sæti sparar um 80 þúsund tonn af eldsneyti á ári vegna léttari flugvéla.

 

 

Óskið eftir frekari upplýsingum

Your details were sent successfully!

 

First ehf. - Þverholti 14 - 105 Reykjavík - Sími 562 2900 - Tölvupóstur olafur@forst.is

Öll réttindi áskilin 2014 ©

bottom of page