Innkaupafélag
Fyrir þá sem vilja borga minna
Útvegum flest milli himins og jarðar á verðum sem þú hefur ekki séð áður


Eftirfarandi eru viðskiptaskilmálar okkar
Gert er skriflegt samkomulag um allar pantanir viðskiptavina okkar þegar pöntun fer af stað. Þetta gerum við til að tryggja jafnt rétt þinn og okkar. Í þessum samkomulagi er tiltekið verð og greiðsluform, lýsing á vörunni, ábyrgðarskilmálar, gæði vörunnar, fjöldi, áætlaður afgreiðslutími, flutningsmáti, umbúðir, varahlutaþjónusta, viðgerðarþjónusta, skilaréttur, og annað er skipta kann máli.
-
Öll verð eru lokaverð til þín. Við leggjum ekki á virðisaukaskatt því í mörgum tilfellum fá fyrirtæki hann endurgreiddann, og er því ekki kostnaður þeirra. Í viðskiptum við Kína er ekki lagður á tollur, vörugjöld eru áætluð að falli niður þann 1. janúar 2015.
-
Öll tæki eru með Evrópu vottanir
-
Verð miðast við gengi dollarans á gengi dagsins sem getur breyst á afgreiðslutíma, við áskiljum okkur rétt til að breyta verði í samræmi við breytingu á gengi dollarans
-
Afgreiðslutími er allt að 4 mánuðir frá Kína og allt að 2 mánuðir frá Evrópu, það er vegna þess að við kaupum beint af verksmiðjum (made by order) og þeir selja aðeins lágmarksmagn (sjá nánar afgreiðslutími). Að flytja í gámum mikið magn gerum við einnig til að ná niður kostnaði fyrir þig
-
Þú skráir þig á lista hér á síðunni, eða sendir fyrirspurn í sama formi, og við munum setja þig á biðlista, eða svara fyrirspurn
-
Þegar þú hefur lagt inn pöntun, líður einhver tími þar til að við höfum safnað saman pöntunum í gám, þegar því lýkur höfum við samband og þá förum við fram á staðfestingargreiðslu
-
Það getur tekið okkur nokkurn tíma að fylla gám, en við setjum 30 daga mark, ef við fyllum ekki gám innan þess tíma endurgreiðum við staðfestingargjald
-
Þegar við höfum fyllt gám, 20 feta gámar eru viðmið, þá sendum við pöntun af stað, þú greiðir okkur aftur staðfestingargjald sem er allt að 55% af kaupverði, allt eftir greiðsluskilmálum okkar við verksmiðju
-
Við afhendingu greiðir þú rest
-
Við munum aldrei taka niður pöntun nema að þú komir og skoðir viðkomandi vöru áður, það gerum við til að tryggja að þú vitir hvað þú ert að kaupa
-
Þegar þú kemur í heimsókn að skoða vöruna færðu gæðalýsingu, ábyrgðarskilmála, upplýsingar um viðgerðarþjónustu og áætlaðan afgreiðslutíma