Innkaupafélag
Fyrir þá sem vilja borga minna
Útvegum flest milli himins og jarðar á verðum sem þú hefur ekki séð áður


Afgreiðslutími
Afgreiðslutími er mismunandi. Allt frá nokkrum dögum upp í 4 mánuði. Allt eftir óskum viðskiptavina okkar.
Ódýrasti kosturinn er að við söfnum saman í gáma og sendum með sjófrakt. Í þessu tilfelli getur ferillinn tekið um 4 mánuði frá Kína og um 2 frá Evrópu, allt eftir því hve lengi það tekur okkur að fylla 20 feta gáma. Verð sem við bjóðum er miðuð við þennan afgreiðslumáta.
Næst ódýrasti kosturinn er að fá vöruna senda part load með sjófrakt. Þessi ferill getur tekið um 3 mánuði frá Kína og um 1,5 mánuði frá Evrópu.
Dýrasti kosturinn er að fá vöruna senda með flugi í stykkjatali. Í þessu tilfelli er mögulegt að varan fáist innan nokkurra daga, ef verksmiðjan er með hana á lager, ef ekki, þá innan mánaðar.
Gæta verður að því að til að ná verðum niður þá gerum við í flestum tilfellum viðskipti samkvæmt aðferðinni framleitt eftir pöntunum (made by order).
Því má búast við að hagstæðustu verðin séu á vörur þar sem viðskiptavinurinn bíður í 4 mánuði eftir vörunni.