top of page

Við hófum starfsemi í byrjun árs 2013 og hófum leit að vörum á hagkvæmum verðum í Asíu og Suður Ameríku og unnum fyrir stórt erlent leitarfyrirtæki (Sourcing Agent). Viðskiptavinurinn var stórt Evrópskt olíufyrirtæki.

 

2014 færðum við út kvíarnar og í dag er starfsemi okkar helguð bæði innflutningi og útflutningi til Kína, sem er mest vaxandi markaðurinn í dag.  

 

Í dag erum við partnerar í tveimur stórum Kínverskum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í leit að hagstæðustu verðum á meðal þúsunda verksmiðja í Kína, gæðaúttektum og útflutningi frá Kína, ásamt markaðssetningu inn á hinn ört vaxandi markaði í Kína, en kaupmáttur hinnar fjölmennu millistéttar fer ört vaxandi.

 

Við sérhæfum okkur í innkaupum á ýmsum vörum, vinnum fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja (sjá meðmæli), og markaðssetningu á vörumerkjum (Brands) og vinnum í dag fyrir fjölda erlendra fyrirtækja að markaðssetningu í Kína (sjá meðmæli).

 

Við erum að hefja kynningu á þjónustu okkar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, og munum sinna þeirri þjónustu frá Kaupmannahöfn. Við munum áfram vera með skrifstofu á Íslandi til að sinna íslenskum markaði.

bottom of page