Innkaup í Kína - þjónusta okkar
Nýr fríverslunarsamningur
Eftir undirritun fríverslunarsamnings á milli Íslands og Kína þann 1. Júlí 2014 geta íslendingar verslað tollfrjálst hinar ýmsu vörur frá Kína, að undanskildum ákveðnum landbúnaðarvörum. Gera má ráð fyrir að meðaltali um 10 til 20 prósenta lækkun á vörum frá því sem var fyrir gildistöku samningins á öllum vörum sem koma frá Kína og voru áður tollskyldar. Til þess að vara fái niðurfellingu á tollum þarf hún að vera flutt beint á milli Íslands og Kína, en þó er umskipun leyfileg. Ef vara er keypt t.d. í Evrópu og send þaðan, en er upprunalega frá Kína, er ekki hægt að nýta samninginn. Samninginn vissulega opna dyr fyrir einstaklinga og fyrirtæki hér á landi og að hann á, ef allt er eðlilegt, að leiða til þess að vöruverð lækki. Innkaup í Kína bjóða þannig upp á ýmis tækifæri. Ný fyrirtæki geta hafið innkaup á ódýrum vörum, og eins þau sem eru til staðar bætt innkaup sín verulega.
Þjónusta okkar
-
Sjáum um að leita að bestu verðum og tryggjum gæði.
-
A-Ö þjónusta.
-
Þú losnar við mikla og flókna vinnu, hvert skref getur verið flókið og tímafrekt, dæmi:
-
Mikið af svörum frá ólíkum framleiðendum.
-
Mikið af slökum tilboðum sem þú þarft að flokka.
-
Mikið áreiti frá kappsömum sölumönnum.
-
Flókna greiningu á tilboðum og samskipti við aðila sem tala oft litla ensku.
-
Langur feril samskipta til að tryggja fullan skilning á gæðum.
-
Að velja ranga framleiðendur og þurfa að byrja upp á nýtt.
-
Mikinn kostnað vegna prufusendinga.
-
Karp um verð.
-
Karp um greiðsluskilmála.
-
Kostnað vegna verksmiðjuúttekta og gæðaúttekta.
-
Eftirfylgni eftir að samningum hefur verið náð.
-
Stöðugt að vera á vakt gagnvart gæðum og afgreiðslu.
-
Leit er samstarf þriggja aðila – kaupanda, okkar og framleiðanda
-
Ef við vinnum vel saman þá tryggjum við árangur.
-
Mjög mikilvægt er að eyða vinnu í undirbúning þar sem gæði eru vel skilgreind.
-
Næsta skref er að velja rétta framleiðendur úr miklum fjölda. Það krefst samstarfs kaupanda og okkar.
-
Þegar framleiðandi hefur verið valinn er mikilvægt að byggja upp samstarfið og skapa traust.
-
Ef við náum þessum árangri tryggjum við ykkur betri verð og stöðug gæði.
Ferillinn
-
Fundur – kynning – ákvörðun tekin um leit.
-
Söfnun upplýsinga um vöruna, gæðakröfur, pökkun, magn, verð, flutning, afgreiðslutíma, o.s.frv.
-
Leit hafin að verðum.
-
Viðskiptavinur fær upplýsingar um meðalverð á markaði.
-
Viðskiptavinur tekur ákvörðun um framhald.
-
Gæði tryggð með því að fá prufur.
-
Gerð verksmiðjúttekt (Due Diligence og Factory Audit).
-
Samið um lokaverð, magn, pökkun, flutning, framleiðslutíma, o.s.frv.
-
Fyrsta pöntun gerð.
-
Við sjáum um alla umsýslu eftir það.
Við munum alltaf leita að þeim verðum sem viðskiptavinur okkar óskar eftir. Ef viðskiptavinur þekkir ekki markaðsverð munum við leitast við að finna lægstu verð. Við óskum þó eftir því að viðskiptavinur sé fullviss um að hann geti keypt vörur sem við finnum á þeim verðum sem hann leggur fyrir okkur. Það hefur hent okkur í nokkrum tilfellum að viðskiptavinir er að gera verðkönnun og ekki nægileg vissa er fyrir kaupgetu. Í þeim tilfellum óskum við eftir því að viðskiptavinur segi okkur strax frá stöðu sinni, og þá getum við tekið þátt í áhættunni með því að gera stutta skoðun.
